fimmtudagur, september 25, 2008

Við fáum velgju þegar syndin kemur og knýr á.
Þegar freistarinn kemur með röddu sína þá liggur við uppköstum.
Við verðum að hata syndina! Má ég heyra amen!
Eina leiðin. Eina leiðin.

Þið vitið hvað okkar fyrstu foreldrar gerðu. Hvað konan gerði.
Hún fór að spjalla við freistarann.
„Eigum við ekki að fá okkur kaffi? Ræða málin.“
Og hvað varð úr því? Synd.
Og við erum ennþá marin og meidd eftir þessa ferlegu uppákomu.

Við eigum ekki að bjóða syndinni í kaffi!
Við eigum að segja „Burt með þig! Mér býður við þér! Þú ert viðbjóður! Ég vil þig ekki nálægt húsi mínu!“
Má ég heyra amen!

Við eigum að hafa viðurstyggð á syndinni.
Við eigum að hata hana.


-Gunnar í Krossinum, ekki alveg nógu sáttur við syndina.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli